Leikskólakennari óskast

Sólhvörf Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Á Leikskólanum Sólhvörfum dvelja 120 börn og þar starfa 32 starfsmenn. Unnið er í anda Hugsmíðahyggju og er lögð rík áhersla á sjálfræði, siðferði og samvinnu. Við fléttum saman vinnu með læsi og flæði sem skapar hvetjandi og ögrandi umhverfi bæði fyrir börn og starfsfólk.

Ráðningartími
Æskilegt er að viðkomandi þarf að hefja störf sem fyrst eða eftir samkomulagi

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennara- eða önnur uppeldismenntun.
  • Ábyrgð og jákvæðni
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum.
  • Áhugi á að tileinka sér hugmyndafræði og starfsaðferðir leikskólans.
  • Íslenskukunnátta.

 

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar


Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefa Gerður Magnúsdóttir leikskólastjóri og Eyja Bryngeirsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 4417700. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið  solhvorf@kopavogur.is

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

 

Umsóknarfrestur:

30.12.2018

Auglýsing stofnuð:

03.12.2018

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi