Vanur skólaritari óskast í Snælandsskóla

Snælandsskóli Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Snælandsskóli óskar eftir skólaritara í fullt starf frá 1. ágúst 2019. 

Snælandsskóli er heildstæður 434 nemenda grunnskóli staðsettur í Fossvogsdal. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið  lögð á þátttöku í margs konar þróunar- og nýbreytniverkefnum.  Skólinn hefur lagt mikla áherslu á umhverfismál og fengið Grænfánann sjö sinnum auk þess að vera fyrsti grunnskóli á Íslandi með heilsustefnu. Einkunnarorð skólans eru: Viska – virðing – víðsýni – vinsemd.

Skólaritari er andlit skólans og tengiliður hans við nærsamfélagið. Skólaritari heyrir undir skólastjóra og sér um þau verkefni sem hann felur honum. Hann er umsjónarmaður með skráningarkerfinu Mentor og hann annast auk þess ýmsa skráningu og utanumhald um reikninga, innheimtu og upplýsingagjöf til foreldra. 

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Skólaritari annast símsvörun, samskipti, þjónustu og upplýsingagjöf til nemenda, foreldra og starfsmanna skólans. 
 • Skólaritari er umsjónarmaður með skráningakerfinu Mentor og hefur umsjón með nemendaskráningu, stundaskrám, námsmati og vitnisburði úr því.
 • Skólaritari er stjórnendum skólans til aðstoðar við skipulagningu forfalla og skráningu veikinda.
 • Skólaritari hefur umsjón með skráningu í hádegismat og frístund í One system.
 • Skólaritari annast innkaup ritfanga fyrir skólann og ýmsa reikninga og innheimtu.
 • Skólaritari heldur utan um skjalavistun á vegum skólans og vistun skjala á héraðsskjalasafni Kópavogs
 • Skólaritari sér um önnur þau störf sem skólastjori felur honum.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Umsækjendur hafi stúdentspróf
 • Umsækjendur hafi góða þekkingu á forritum Microsoft Office
 • Umsækjendur hafi þekkingu og reynslu af vinnu með skráningakerfið Mentor
 • Æskilegt er að umsækjendur þekki til One system
 • Leitað er eftir framúrskarandi hæfni í samskiptum
 • Leitað er eftir frumkvæði og metnaði til að ná árangri í starfi

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Kópavogsbæjar.

 

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar gefur skólastjóri Magnea Einarsdóttir í síma 441 4200 og 698 0828.

 

Umsóknarfrestur:

19.05.2019

Auglýsing stofnuð:

06.05.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi