Kennari á unglingastigi í Snælandsskóla

Snælandsskóli Digranesvegur 1, 200 Kópavogur


Viltu koma með í skemmtilegt og skapandi skólastarf?

Snælandsskóli er heildstæður 445 nemenda grunnskóli staðsettur í Fossvogsdal. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið  lögð á þátttöku í margs konar þróunar- og nýbreytniverkefnum.  Skólinn hefur lagt mikla áherslu á umhverfismál og fengið Grænfánann sjö sinnum auk þess að vera fyrsti grunnskóli á Íslandi með heilsustefnu. Einkunnarorð skólans eru: Viska – virðing – víðsýni – vinsemd.

Starfssvið

Ensku- og íslenskukennsla á unglingastigi 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Grunnskólakennari.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum. 
  • Kennslureynsla og/eða reynsla af starfi með börnum og unglingum er æskileg
  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum.
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi.

Ráðningartími og starfshlutfall

  • Um er að ræða 100 % starfshlutfall
  • Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2019

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og FG.

Upplýsingar um starfið veitir Magnea Einarsdóttir skólastjóri í

s. 698 0828 og 441 4200.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

 

 

 

 

Umsóknarfrestur:

24.06.2019

Auglýsing stofnuð:

12.06.2019

Staðsetning:

Digranesvegur 1, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi