Vaktstjóri

Smára- og Háskólabíó Ármúli 13, 108 Reykjavík


Ert þú leiðtogi? Langar þig að leiða áfram ungan og ferskan hóp fólks til góðra starfa?

Smára- og Háskólabíó leita eftir metnaðarfullum leiðtoga með getu til að efla og viðhalda liðsheild. Vaktstjóri ber ábyrgð á að hópurinn starfi í takt við þau þjónustuviðmið sem bíóhúsin setja sér, bæði hvað varðar ásýnd og framkomu.

Vaktstjóri gengur fram með góðu fordæmi, þjálfar nýja starfsmenn og leiðbeinir öðrum eftir þörfum. Við leitum að aðila sem kann vel við að leiða ferskan hóp, þjálfa óreynda aðila og hefur metnað til að sýna hvað í honum býr.

Unnið er á vöktum sem flestar hefjast um miðjan dag og lýkur þegar síðustu sýningu er lokið.

Gott er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

 • Yfirumsjón og ábyrgð á daglegum verkefnum vaktarinnar.
 • Skipulagning vakta og verkaskipting milli starfsmanna.
 • Yfirumsjón með bíósvæði og veitingasölu.
 • Yfirumsjón með leiktækjasal, barnagæslu og skipulagi á móttöku hópa.
 • Tryggir gæði þeirra verka sem unnin eru á vaktinni.
 • Samskipti við viðskiptavini og úrlausn flóknari mála.
 • Þjálfun og tilsögn starfsfólks.
 • Uppgjör.
 • Byggja upp liðsheild þar sem markmiðið er að mæta ávallt þeim þjónustuviðmiðum sem bíóhúsin setja sér.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Leiðtogahæfni og brennandi áhugi á að leiða hóp.
 • Stjórnunarreynsla er kostur.
 • Skipulagshæfni og geta til að halda góðri yfirsýn.
 • Ábyrgðartilfinning.
 • Teymishugsun og geta til að virkja ólíka einstaklinga til verka.
 • Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun.
 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og geta til að leiðbeina öðrum.
 • Dugnaður, góð tímastjórnun og víðsýni.
 • Kunnátta á Office pakkann æskileg.

Umsóknafrestur er til og með 21. Júlí nk.

Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfi.

Nánari upplýsingar um starfið veita Tinni Kári Jóhannesson (tinni.johannesson@capacent.is) og Hildur Jóna Ragnarsdóttir (hildur.ragnarsdottir@capacent.is) hjá Capacent ráðningum.

Umsóknarfrestur:

21.07.2019

Auglýsing stofnuð:

11.07.2019

Staðsetning:

Ármúli 13, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi