Heilsuleikskólinn Kór í Kópavogi

Skólar ehf Baugakór 25, 203 Kópavogur


Hefur þú gaman af því að kenna ungum börnum?

Viltu starfa með fólki sem tileinkar sér jákvæðni, samvinnu og gleði?

Hefur þú áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og umhyggjusömum samskiptum?

Heilsuleikskólinn Kór óskar eftir deildarstjóra í 100% starf ,leikskólakennurum og/eða annað uppeldismenntað starfsfólk. Skólinn er sjálfstætt starfandi og rekinn af Skólum ehf. og staðsettur í Baugakór í Kópavogi.

Kór er sex deilda heilsuleikskóli eða um 115 börn sem starfar eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur og viðmiðum Heilsueflandi leikskóla.

Við bjóðum starfsfólki okkar:

 •     Jákvæðan skólabrag og öflugt lærdómssamfélag
 •     Sveigjanlegan vinnutíma
 •     Þrjár heilsusamlegar máltíðir á dag
 •     Heilsueflingu og líkamsræktarstyrk
 •     Fata- og samgöngustyrk
 •     Veglegar jólagjafir og árshátíð í boði fyrirtækisins
 •     Skemmtilegt félagslíf og hópefli

Menntunar og hæfniskröfur

 • Leikskólakennaramenntun
 • Uppeldismenntaður starfsmaður
 • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg
 • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemur til greina að ráða einstakling með aðra uppeldismenntun eða starfsreynslu.

 

Vinsamlegast sækið um í gegnum heimasíðu Skóla ehf. www.skolar.is/umsoknir/

Frekari upplýsingar veitir Bjarney K. Hlöðversdóttir leikskólastjóri kor@skolar.is

 

Auglýsing stofnuð:

11.03.2019

Staðsetning:

Baugakór 25, 203 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi