Rekstrarstjóri

Skólamatur Iðavellir 1, 230 Reykjanesbær


Skólamatur ehf. leitar að metnaðarfullum og skipulögðum rekstrarstjóra. 

Rekstrarstjóri starfar náið með öðrum stjórnendum fyrirtækisins.

Leitað er að einstaklingi sem býr yfir frumkvæði, metnaði og vilja til nýsköpunar.  Rekstrarstjóri þarf að búa yfir framúrskarandi leiðtogafærni, samskiptahæfileikum og hafa styrk til að taka ákvarðanir og vinna undir álagi.

 

Helstu verkefni

 • Ábyrgð á framleiðsluáætlunum
 • Ábyrgð á skipulagi framleiðslu
 • Ábyrgð á viðhaldi og endurnýjun tækja og búnaðar
 • Innkaup og samningagerð
 • Umsjón lagerbókhalds
 • Kostnaðareftirlit
 • Sala og reikningagerð
 • Þátttaka í stefnumótun og markmiðasetningu

Hæfniskröfur

 • Reynsla og/eða menntun sem nýtist í starfi
 • Miklir samskipta- og skipulagshæfileikar
 • Framúrskarandi þekking og færni á upplýsingakerfum sem nýtast í starfi
 • Sjálfstæði og frumkvæði
 • Lausnamiðuð hugsun
 • Afburða leiðtoga- og stjórnunarhæfni
 • Reynsla af stjórnun

 

Umsókn fylgi starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi.

 

Umsóknarfrestur er til og með 16. júlí 2019.

 

Fyrirspurnir um starfið og umsóknir berist til Fannýjar Axelsdóttur, mannauðsstjóra.

 

Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem býður upp á ferskan, hollan og næringaríkan mat - eldaðan frá grunni. Fyrirtækið þjónustar um fimmtíu mötuneyti á suðvesturhorni landsins og eru starfsmenn þess rúmlega eitthundrað.

 

 

Umsóknarfrestur:

16.07.2019

Auglýsing stofnuð:

25.06.2019

Staðsetning:

Iðavellir 1, 230 Reykjanesbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Sölu- og markaðsstörf Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi