Lagerstjóri

Skólamatur Iðavellir 1, 230 Reykjanesbær


Skólamatur óskar eftir að ráða lagerstjóra í höfuðstöðvar sínar á Iðavöllum í Reykjanesbæ.

Vinnutíminn er frá kl. 7:00 til 15:00 alla virka daga.

Starfið felst aðallega í vörumóttöku, afgreiðslu á vörum, vörudreifingu og skráningu í birgðabókhald.

Hæfniskröfur:

•       Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi

•       Tölvuþekking er skilyrði

•       Íslenskukunnátta er skilyrði

•       Reynsla af lagerstörfum er kostur

•       Bókhaldsþekking/reynsla af færslu bókhalds er kostur

•       Frumkvæði er mikilvægt

•       Sveigjanleiki er mikilvægur

 

Umsækjendur eru beðnir að skila inn ferilskrá með upplýsingum um reynslu/menntun og fyrri störf ásamt kynningarbréfi. 

Fyrirspurnir um starfið og umsóknir berist til Fannýjar Axelsdóttur, mannauðsstjóra - fanny@skolamatur.is 

Skólamatur ehf. er fjölskylduvænt fyrirtæki sem býður upp á ferskan, hollan og næringaríkan mat - eldaðan frá grunni.

 

Umsóknarfrestur:

22.03.2019

Auglýsing stofnuð:

15.03.2019

Staðsetning:

Iðavellir 1, 230 Reykjanesbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Iðnaðarstörf Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi