
Laufið
Laufið er stafrænn vettvangur þar sem stjórnendur íslenskra fyrirtækja geta sameinast og hagnýtt sér fjölbreytt verkfæri í vegferð að sjálfbærari fyrirtækjarekstri, samfélagslegri ábyrgð og í baráttunni við loftslagsvánna.
Laufið er einnig fyrsta græna íslenska upplýsingaveitan. Henni er ætlað að valdefla neytendur og gefa þeim kost á að taka upplýstar ákvarðanir um neyslu sína eftir því hversu vel fyrirtæki eru að standa sig í sjálfbærnimálum.

Sjálfbærnisérfræðingur
Hlutverk þitt verður að styðja við viðskiptavini okkar í innleiðingu sjálfbærniaðgerða, greiningu gagna og þróun stefnu í umhverfis-, félags- og stjórnarháttum (ESG). Þú munt jafnframt vinna með teyminu okkar að þróun efnis og lausna innan hugbúnaðarins Laufið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana við innleiðingu sjálfbærnistefnu og ESG-skýrslugerð
- Greining á gögnum tengdum kolefnislosun, auðlindanotkun og samfélagslegum mælikvörðum
- Þróun fræðslu- og stuðningsefnis fyrir notendur Laufsins
- Þátttaka í samstarfsverkefnum með lykilaðilum á sviði sjálfbærni
Fríðindi í starfi
- Háskólanám í sjálfbærni, umhverfisfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða skyldu fagi (meistaranám kostur)
- Þekking á ESG-stöðlum og sjálfbærniskýrslugerð (s.s. GRI, ESRS, eða CSRD)
- Reynsla af greiningu gagna og notkun verkfæra (Excel, Power BI eða sambærilegt) er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli
- Frumkvæði, sjálfstæði og góð hæfni í samskiptum og samvinnu
Auglýsing birt12. nóvember 2025
Umsóknarfrestur1. desember 2025
Laun (á mánuði)700.000 - 980.000 kr.
Tungumálahæfni
EnskaNauðsyn
ÍslenskaNauðsyn
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar