Sérfræðingur varðveislu og miðlunar

Síldarminjasafn Íslands Snorragata 10, 580 Siglufjörður


Leitað er að drífandi og áhugasömum einstaklingi í starf sérfræðings varðveislu og miðlunar. Starfið er fjölbreytt og snýr að varðveislu safnkosts, skráningu, miðlun, gestamóttöku og safnfræðslu sem og eðlilegri aðkomu að fjölbreytilegum viðfangsefnum og verkefnum á umfangsmiklu safni. Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að geta unnið utan hefðbundins dagvinnutíma í tengslum við viðburði og gestamóttökur.

---

Síldarminjasafn Íslands á Siglufirði er stærsta sjóminja- og iðnaðarsafn landsins. Safnið starfar á landsvísu og leggur höfuðáherslu á söfnun, varðveislu, rannsóknir og miðlun menningarminja tengdum sögu síldveiða. Faglegum störfum er sinnt af metnaði, t.a.m skráningu safnkosts, umbótum á varðveisluaðstæðum safnkosts með uppbyggingu nýs safnhúss, rannsóknum, útgáfu, miðlun, fræðslu og heimildaöflun. Safnið leggur ríka áherslu á fræðslu fyrir skólahópa á öllum menntunarstigum, sem og móttöku annarra gesta og miðlun sögunnar.

Sýningar safnsins rúma um 2.500 fermetra og fjalla um þann kafla Íslandssögunnar sem oft hefur verið nefndur síldarævintýrið. Í allri sýningarhönnun er leitast við að gestir fái einstaka innsýn í horfinn heim síldarævintýrisins og geti að einhverju leyti gert sér í hugarlund hver aðbúnaður síldarkvenna, sjómanna og annars verkafólks var á síldarárunum. Síldarminjasafnið hlaut Íslensku safnverðlaunin árið 2000 og Evrópuverðlaun safna árið 2004 sem besta nýja iðnaðarsafn Evrópu.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

·         Háskólamenntun sem nýtist í starfi

·         Reynsla af safnastarfi ákjósanleg

·         Þekking á Sarpi, menningarsögulegu gagnasafni kostur

·         Góð tölvukunnátta

·         Gott vald á íslensku og ensku, í ræðu og riti

·         Færni til að miðla upplýsingum til ólíkra aldurshópa í töluðu og rituðu máli

·         Vönduð vinnubrögð, nákvæmni, útsjónarsemi og sveigjanleiki

·         Frumkvæði, jákvæðni, þjónustulipurð og hæfni í mannlegum samskiptum

·         Geta til að vinna undir álagi og að sinna fjölbreyttum verkefnum samtímis

·         Geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi

 

Umsóknarfrestur er til 20. ágúst nk. og verður ráðið til eins árs, með möguleika á framtíðarráðningu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf ekki síðar en 1. nóvember. Nánari upplýsingar veitir safnstjóri í síma 467 1604.

Umsókn, ferilskrá, kynningarbréf og upplýsingar um umsagnaraðila sendist til Anitu Elefsen, safnstjóra á netfangið: anita@sild.is

Umsóknarfrestur:

20.08.2019

Auglýsing stofnuð:

07.08.2019

Staðsetning:

Snorragata 10, 580 Siglufjörður

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi