Starf í vörhúsi Set röraverksmiðju

Set ehf | Röraverksmiðja Klettagarðar 21, 104 Reykjavík


Röraverksmiðjan Set ehf. leitar að öflugum starfsmönnum í vörumóttöku, tiltekt og afgreiðslu á vörulager fyrirtækisins að Klettagöðrum 21 í Reykjavík. Reynsla af lagerstörfum er kostur sem og þekking á lagnavörum, en er ekki skilyrði.

 

Hæfniskröfur eru:

Rík þjónustulund
Eiga auðvelt með mannleg samskipti
Geta til að vinna undir álagi
Skipulögð vinnubrögð
Góð almenn tölvuþekking
Lyftararéttindi
 

Set sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á rörum og lagnaefni. Fyrirtækið er staðsett á Selfossi en framleiðsla fer einnig fram í Haltern am See í Þýskalandi.

Set ehf. er skapandi og líflegur vinnustaður með öflugu starfsfólki og fjörtíu ára sögu. Fyrirtækið hefur vottað gæðakerfi skv. ISO 9001 og hefur um árabil verið meðal framúrskarandi fyrirtækja að mati Creditinfo.

Umsóknarfrestur:

31.08.2019

Auglýsing stofnuð:

30.07.2019

Staðsetning:

Klettagarðar 21, 104 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi