

Sérfræðingur í þjóðháttasafni
Þjóðminjasafn Íslands leitar að öflugum einstaklingi í starf sérfræðings í þjóðháttasafni Þjóðminjasafnsins. Safnið hefur í rúm 60 ár safnað upplýsingum um lifnaðarhætti í landinu og leitar nú að sérfræðingi meðal annars til að þróa starfið í takt við stafrænan samtíma. Sérfræðingurinn þarf að hafa þekkingu og reynslu á rannsóknum og miðlun innan fræðasviðs þjóðfræði. Um er að ræða spennandi starf sem reynir á ólíka hæfni svo sem frumkvæði, nákvæmni, skapandi hugsun, samvinnu, tækniþekkingu og leiðtogafærni.
Sérfræðingur í þjóðháttasafni heyrir undir framkvæmdastjóra munasviðs með starfsstöð á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði.
Vinnustaðurinn okkar er fjölbreyttur og lifandi, þar sem sköpun, fræðsla og varðveisla menningararfsins fléttast saman í hvetjandi og framsæknu umhverfi.
- Verkefnastjórn og framkvæmd verkefna í þjóðháttasafni og þverfaglegra verkefna
- Söfnun og skráning þjóðhátta
- Varðveisla óáþreifanlegs menningararfs
- Rannsóknir á fræðasviðinu
- Samvinna í verkefnum innan safnsins og við samstarfsstofnanir
- Nýsköpun í heimildasöfnun og miðlun
- Háskólapróf (BA/BS að lágmarki) sem nýtist í starfi er skilyrði
- Reynsla af verkefnastjórnun er skilyrði
- Reynsla af rannsóknarverkefnum á sviði þjóðfræði
- Þekking á gagnaöflun og greiningarvinnu
- Reynsla af gerð styrkumsókna er kostur
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Frumkvæði, hugmyndaauðgi og drifkraftur
- Sjálfstæði í starfi, metnaður og vönduð vinnubrögð
Enska
Íslenska


