
VSÓ Ráðgjöf ehf.
VSÓ veitir alhliða verkfræðiráðgjöf með áherslu á trausta og faglega þjónustu og hagkvæmar lausnir. Á skrifstofum VSÓ í Reykjavík og í Noregi starfar yfir 90 manna samhentur hópur verkfræðinga og annarra tæknimenntaðra starfsmanna.

Sérfræðingur í mati á umhverfisáhrifum
Langar þig að hafa áhrif? Við leitum að metnaðarfullum sérfræðingi til að taka þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum sem tengjast mati á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana.
Um starfið
Sem sérfræðingur í mati á umhverfisáhrifum munt þú vinna að:
- Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana: Greining og mat á áhrifum framkvæmda og áætlana á umhverfi og samfélag.
- Skýrslugerð: Gerð umhverfismatsskýrslna og matsskyldufyrirspurna.
- Úrvinnslu gagna: Túlkun á rannsóknarniðurstöðum og sérfræðigögnum.
- Samskiptum við hagaðila, aðra sérfræðinga og viðskiptavini.
Um er að ræða kjörið tækifæri fyrir einstakling sem vill starfa í þverfaglegu og spennandi umhverfi.
Hæfniskröfur
Við leitum að einstaklingi með eftirfarandi eiginleika og færni:
- Menntun: Háskólamenntun á sviði umhverfisverkfræði, umhverfisfræði, landfræði, náttúrufræði, landslagsarkitektúr eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla: Starfsreynsla á sviði umhverfismats eða tengdum verkefnum er æskileg, en ekki skilyrði.
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð: Skipulagshæfni og lausnamiðuð hugsun.
- Samskiptahæfni: Hæfni til að vinna í teymi, jákvæðni og góð samskiptafærni.
- Tungumálakunnátta: Góð kunnátta í íslensku, bæði töluðu og rituðu máli.
Hvað bjóðum við
Við leggjum áherslu á að skapa jákvætt, sveigjanlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til persónulegrar og faglegrar þróunar í starfi. Meðal þess sem við bjóðum er:
- Skemmtilegt og hvetjandi starfsumhverfi.
- Tækifæri til að vinna að mikilvægum og áhrifamiklum verkefnum á sviði umhverfismála.
- Sveigjanleiki í vinnu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
- Líflegt félagsstarf.
Kynntu þér starfið nánar á www.vso.is/starfsumsokn/
Auglýsing birt23. febrúar 2025
Umsóknarfrestur9. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 20, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniSjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (9)

Verkefnastjóri öryggis og heilsu í framkvæmdum á Suðurlandi
Landsvirkjun

Dásamleg útivera - skemmtilegt sumarstarf
Náttúrustofa Austurlands

Náttúrufræðingar óskast
Náttúrustofa Austurlands

Verkefnastjóri umhverfis og garðyrkju
Seltjarnarnesbær

Verkefnastjóri landupplýsingakerfis
Kópavogsbær

Verkefnastjóri í sjálfbærni
HS Orka

Ljósvistarhönnuður
Liska ehf.

Lífeindafræðingur eða náttúrufræðingur
Landspítali

Sumarstarf við eftirlit hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands