Rafmögnuð tækniþekking

Securitas Skeifan 8, 108 Reykjavík


Rafvirkjar/rafeindavirkjar - hjá Securitas eru mikil verkefni framundan og okkur vantar fleiri liðsmenn á tæknisvið.

Verkefnin eru fjölbreytt, unnin virka daga frá 08.00 – 16.00. Þú færð bíl til umráða, tölvu, síma og verkfæri.

Vinnuumhverfið er mjög gott, vinnufélagarnir bóngóðir og skemmtilegir. Hjá Securitas er fjölskylduvæn starfsmannastefna og góðir starfsmöguleikar.

Hæfniskröfur;

·         Menntun sem nýtist í starfi s.s. rafvirkjun, rafeindavirkjun eða sambærilegt

·         Góð íslenskukunnátta

·         Sjálfstæði og lausnamiðaðuð hugsun

·         Þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar 

·         Nýjungagirni og áhugi um tækni

·         Gilt ökuskírteini

Störfin henta báðum kynjum sem eru með tandurhreint sakavottorð upp á vasann.

Sendu inn umsókn og sjáðu hvort þú hefur ekki öryggið þín megin.

Með því að sækja um starf hjá Securitas hf. og senda okkur gögn tengd umsókninni göngum við út frá því að þú hafir jafnframt kynnt þér „Persónuverndarstefnu starfsumsækjanda“ sem nálgast má á heimasíðu Securitas.

Umsóknarfrestur:

20.02.2019

Auglýsing stofnuð:

06.02.2019

Staðsetning:

Skeifan 8, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi