Bókari óskast í hlutastarf í hagdeild

Samskip Kjalarvogur 7-15, 104 Reykjavík


Samskip óska eftir að ráða bókara í 60% hlutastarf í hagdeild. Starfið felur í sér færslu bókhalds, reikningagerð, afstemmingar og önnur störf er snúa að bókhaldi og uppgjörsvinnu.

Hæfniskröfur

  • Viðurkenndur bókari og/eða hagnýt reynsla af bókhaldsstörfum 
  • Haldgóð þekking á fjárhagsbókhaldi
  • Góð þekking á Microsoft Office (Excel), þekking á SAP fjárhagskerfi kostur 
  • Færni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Eiginleikar

  • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð 
  • Rík þjónustulund og skipulagshæfni
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og getu til að starfa í hóp

Umsóknarfrestur er til og með 17.febrúar nk.

Tekið er á móti umsóknum á vef Samskipa www.samskip.is og eru umsækjendur beðnir um að skila þar inn ferilskrá ásamt greinargóðu kynningarbréfi sem tilgreinir hvernig umsækjandi uppfyllir kröfur um menntun, reynslu, hæfni og eiginleika.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingólfur R. Ingólfsson, forstöðumaður hagdeildar Samskipa í ingolfur.runar.ingolfsson@samskip.com

Umsóknarfrestur:

17.02.2019

Auglýsing stofnuð:

04.02.2019

Staðsetning:

Kjalarvogur 7-15, 104 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi