Umsjónarkennar í 7. bekk Salaskóla

Salaskóli Versalir 5, 201 Kópavogur


Viltu kenna skemmtilegum krökkum í 7. bekk í Salaskóla? 

Í Salaskóla vinna kennarar saman í teymisvinnu við undirbúning og skipulagningu námsins. Skólaþróun er ríkur þáttur í starfinu og mikil áhersla lögð á fjölbreytta kennsluhætti. Rauður þráður í starfi skólans er að nemendur fái að njóta sín og að þeim líði vel í skólanum. Skólinn var stofnaður árið 2001 og í honum eru um 590 nemendur í 1. til 10. bekk. Hjá skólanum starfa um 100 starfsmenn.

Menntunar-  og hæfniskröfur

  • Kennaramenntun og kennsluréttindi í grunnskóla
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og umburðarlyndi
  • Samstarfshæfni og stundvísi
  • Þarf að vera tilbúinn að vinna eftir stefnu skólans

Ráðningartími og starfshlutfall

  • Ráðning er frá 1. ágúst 2019.
  • Um 100% starf er að ræða.

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá grunnskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði. 

Upplýsingar gefa Hafsteinn Karlsson skólastjóri og Hrefna Björk Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 441-3200.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

 

 

Umsóknarfrestur:

13.06.2019

Auglýsing stofnuð:

04.06.2019

Staðsetning:

Versalir 5, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi