Fjölbreytt starf húsvarðar í Salaskóla

Salaskóli Versalir 5, 201 Kópavogur


Salaskóli óskar eftir húsverði í fjölbreytt og lifandi starf

Í Salaskóla eru um 600 nemendur í 1. til 10. bekk og eru starfsmenn skólans um 100. Í skólanum er góður starfsandi og starfsumhverfi er gott. Byrjað var að byggja skólahúsið árið 2001 og það var svo reist í áföngum næstu árin.

Ráðningartími og starfshlutafall

Um er að ræða 100% starf og verður ráðið í starfið frá og með 1. ágúst 2019.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Daglegt eftirlit með húsnæði skólans, húsgögnum, áhöldum og lóð
  • Sinnir daglegri verkstjórn yfir skólaliðum og skipuleggur störf þeirra við gæslu, þrif og önnur dagleg störf
  • Sér um innkaup á hreinlætisvörum og öðru sem snýr að viðhaldi hússins
  • Sinnir ýmsum útréttingum fyrir skólann, sér um smálegt viðhald og endurnýjun á ýmsum búnaði 
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Við leitum að handlögnum, reglusömum og samviskusömum  einstaklingi
  • Iðnmenntun á sviði húsbygginga er æskileg
  • Reynsla af stjórnun æskileg
  • Snyrtimennska, frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Mikilvægt er að umsækjandi sé lipur í samskiptum við börn og fullorðna og með góða þjónustulund

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Þeir sem ráðnir eru til starfa þurfa að skila sakavottorði.

Nánari upplýsingar gefur Hafsteinn Karlsson, skólastjóri eða Hrefna Björk Karlsdóttir, aðstoðarskólastjóri í síma 441 3200.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

 

Umsóknarfrestur:

29.05.2019

Auglýsing stofnuð:

08.05.2019

Staðsetning:

Versalir 5, 201 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi