Veitingastjóri á Bíldshöfða 100% starf

Saffran Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík


Vantar þig krydd í tilveruna?


Saffran er framandi og frábær veitingastaður sem leggur áherslu á hollan og bragðgóðan mat. Gildi Saffran eru hollusta, kraftur og metnaður.

Við lofum krydduðu og framandi umhverfi.

Saffran á Bíldshöfða leitar að veitingastjóra sem þarf að geta hafið störf í júní.

Eftir þjálfun þína ert þú aðalmanneskjan á staðnum. Þú byggir á góðan grunn ásamt yfirmönnum í sal og í eldhúsi. Þú ert í frábærum félagsskap þar sem þú færð frelsi innan ákveðins ramma til þess að gera það sem gott er enn betra í samráði við þína yfirmenn. Þú færð heilan veitingastað til umráða sem þú berð fulla og algjöra ábyrgð á. Þú ert ábyrg/ur fyrir framúrskarandi gæðum og þjónustu, passar upp á hreinlæti, góðan móral og skilar góðum rekstri í hverjum mánuði. Þú hefur aðgang að góðu baklandi sem aðstoðar þig og styður þar sem þig vantar aðstoð.
Þú vinnur alla mánudaga - föstudaga 9-17 og skilar 15 tímum á mánuði í kvöld- og helgarvinnu svo þú hafir góða yfirsýn yfir staðinn.

Starfslýsing:
• Ábyrgð á rekstri veitingastaðar
• Birgðarstýring og kostnaðareftirlit
• Dagleg stjórnun og starfsmannahald
• Samskipti og þjónusta við viðskiptavini
• Ábyrgð á útliti veitingastaðar
• Ábyrgð á að ná settum sölumarkmiðum

Hæfniskröfur:
• Íslensku mælandi og góð ensku kunnátta
• Reynsla af stjórnunarstörfum
• Leiðtogahæfileikar
• Nákvæmni og öguð vinnubrögð
• Metnaður
• Sjálfstæði
• Ákveðni og hlýja
• Umburðalyndi
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar

Saffran var stofnað 2004 og er rekið á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar um starfið veitir María Rún Hafliðadóttir. maria@foodco.is. Umsóknarfrestur rennur út 23 apríl 2019. 

Umsóknarfrestur:

22.04.2019

Auglýsing stofnuð:

15.04.2019

Staðsetning:

Bíldshöfði 12, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi