Verkefnastjóri vefútgáfu og samfélagsmiðla

RÚV Efstaleiti 1, 103 Reykjavík


RÚV stendur frammi fyrir spennandi áskorunum í nýjum stafrænum heimi og hefur þegar tekið stór skref til að bregðast við breyttu notkunarmynstri fólks. Breytt hegðun kallar á nýja miðlun og því hefur áhersla á vef og samfélagsmiðla verið aukin, meðal annars með nýjum spilara. Verkefnastjóri tekur virkan þátt í mótun og framleiðslu á efni fyrir vef og samfélagsmiðla, finnur nýjar leiðir til miðlunar auk þess að frumframleiða efni.. Verkefnastjóri stýrir teymum í húsinu þvert á deildir sem miðla efni á vef og samfélagsmiðla. 

Fullt starf í spennandi umhverfi með úrvalssamstarfsfólki á skemmtilegum vinnustað. 

STARFSSVIР

 • Framleiðsla á efni fyrir vef og samfélagsmiðla. 
 • Virkt samtal við deildir um þarfir og framleiðslu. 
 • Stjórnun teyma sem tengjast vinnslu vefútgáfu og vinnslu efnis fyrir samfélagsmiðla. 
 • Náið samstarf með framleiðanda fyrir vef- og samfélagsmiðla. 
 • Önnur störf sem tengjast vefútgáfu. 

HÆFNISKRÖFUR 

 • Menntun sem nýtist í starfi. 
 • Reynsla af stjórnun. 
 • Reynsla í miðlun efnis á samfélagsmiðlum.  
 • Mjög góð þekking á íslenskri tungu og færni í textaskrifum. 
 • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. 
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum. 
 • Drifkraftur.

Umsóknarfrestur er til 30. júní 

Nánari upplýsingar veitir Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, baldvin.thor.bergsson@ruv.is, s. 515 3000.

Umsóknum og ferilskrá skal skilað rafrænt á umsokn.ruv.is. 

RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk RÚV rýnir samfélagið, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar. 

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.  

Umsóknarfrestur:

30.06.2019

Auglýsing stofnuð:

07.06.2019

Staðsetning:

Efstaleiti 1, 103 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi