Sérfræðingur í skráningu og miðlun upplýsinga

RÚV Efstaleiti 1, 103 Reykjavík


„Samtíminn er gullkista framtíðarinnar“

 

Laust er til umsóknar nýtt starf sérfræðings í skráningu og miðlun upplýsinga á safni okkar. Hlutverk safns RÚV er að varðveita dagskrárefni allra miðla og gera það aðgengilegt til frekari dagskrárgerðar og rannsókna. Aukin eftirspurn er eftir efni úr safni RÚV til innlendrar og erlendrar framleiðslu og fjölbreyttari miðlunarleiðir kalla á stöðuga þróun ferla og tæknilega úrvinnslu gagna. Hlutverk starfsmannsins verður að varðveita og miðla efni úr safni RÚV og þátttaka í þróun fjölbreyttra verkferla í safninu. Um er að ræða fullt starf.

 

STARFSSVIÐ

·         Skráning dagskrárefnis í gagnagrunn.

·         Þjónusta og ráðgjöf við viðskiptavini.  

·         Þróun og umbætur á vinnuferlum við skráningu og miðlun í samstarfi við aðrar deildir RÚV.

 

HÆFNISKRÖFUR

·         Háskólamenntun sem nýtist í starfi.

·         Nákvæm vinnubrögð.

·         Frumkvæði og geta til að leysa krefjandi verkefni.

·         Mjög gott vald á íslensku máli.

·         Mjög góð tölvufærni.

·         Hæfni og metnaður til að vinna faglega bæði sjálfstætt og í teymi. 

·         Reynsla af þjónustu, rík þjónustulund og jákvætt viðmót. 

 

Umsóknarfrestur er til 25. febrúar.

Upplýsingar um starfið veitir Helga Lára Þorsteinsdóttir, helga.lara.thorsteinsdottir@ruv.is,  s: 515 3000.

 

Umsóknum ásamt ferilskrá er skilað rafrænt með því að smella á hnappinn hér að neðan.

 

RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk RÚV rýnir samfélagið, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar.

 

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

 

Umsóknarfrestur:

04.03.2019

Auglýsing stofnuð:

08.02.2019

Staðsetning:

Efstaleiti 1, 103 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi