Framreiðsla í mötuneyti - helgarstarf

RÚV Efstaleiti 1, 103 Reykjavík


Við leitum að hressu og duglegu starfsfólki í framreiðslu í mötuneyti okkar í Efstaleiti í hlutastarf um helgar. Möguleiki er á sumarstarfi í sumar.

Mötuneyti RÚV þjónustar allt starfsfólk hússins, bæði RÚV og Reykjavíkurborgar. Heitur matur er reiddur fram alla daga, allan ársins hring. Frábært starfsfólk leggur metnað sinn í að bjóða upp á hollan og góðan kost sem er framreiddur á lystaukandi og snyrtilegan hátt.

Vinnutími er klukkan 10-14 um helgar og afleysingar af og til á kvöldin.

 

STARFSSVIÐ

·         Framreiða hádegisverð.

·         Aðstoð í eldhúsi.

·         Uppvask og almenn þrif.

·         Umsjón með kaffiaðstöðu starfsfólks RÚV á Torginu

·          

 

HÆFNISKRÖFUR

·         Gott auga fyrir framreiðslu á mat

·         Snyrtimennska og auga fyrir snyrtilegu umhverfi

·         Reynsla af þjónustu, rík þjónustulund og jákvætt viðmót. 

 

Umsóknarfrestur er til 25. febrúar.

Upplýsingar um starfið veitir Guðleifur Kristinn Stefánsson, matreiðslumeistari, gudleifur.kristinn.stefansson@ruv.is, s: 515 3000.

 

Umsóknum ásamt ferilskrá er skilað rafrænt með því að smella á hnappinn hér að neðan.

 

RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk RÚV rýnir samfélagið, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar.

 

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

 

Umsóknarfrestur:

25.02.2019

Auglýsing stofnuð:

11.02.2019

Staðsetning:

Efstaleiti 1, 103 Reykjavík

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi