Dagskrárgerðarmaður á Rás 2

RÚV Efstaleiti 1, 103 Reykjavík


Rás 2 leggur megináherslu á tvær stoðir í starfsemi sinni, íslenska tónlist og umfjöllun um málefni líðandi stundar. Dægurmálaútvarp stöðvarinnar er bæði uppspretta frétta og vettvangur fyrir eftirfylgni og dýpri umræðu við fólk um allt land úr öllum hópum þjóðfélagsins. Gerð er rík krafa til dagskrárgerðarfólks um fagmennsku, óhlutdrægni og frjóa hugsun. Rás 2 er mikilvægur liður í öryggishlutverki RÚV og miðlar upplýsingum til þjóðarinnar á hraðan og öruggan hátt.

 

Við leitum að dagskrárgerðarmanni í fullt starf með breiða þekkingu, góða reynslu af fréttatengdri dagskrárgerð eða blaðamennsku og mjög gott vald á íslensku máli. Sérstaklega er leitað eftir frumkvæði, drifkrafti og breiðu áhugasviði þegar kemur að þjóðmálum. Vinnutími hefst snemma dags alla virka daga og unnið er í teymi.

 

STARFSSVIÐ

·       Fréttatengd dagskrárgerð.

·       Vinnsla dagskrárefnis fyrir vef.

·       Þátttaka í þróun dagskrár Rásar 2.

 

HÆFNISKRÖFUR

·       Haldgóð menntun sem nýtist í starfi.

·       Reynsla af fréttamennsku á ljósvakamiðlum er kostur.

·       Reynsla af dagskrárgerð í útvarpi er kostur.

·       Reynsla af vinnslu vefefnis er kostur.

·       Afburða gott vald á íslenskri tungu og góð tungumálakunnátta.

·       Góð samstarfshæfni og lipurð í samskiptum

 

Umsóknarfrestur er til 21. janúar.

Nánari upplýsingar veitir Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, baldvin.thor.bergsson@ruv.is, s. 515 3000.

 

Umsóknum og ferilskrá skal skilað rafrænt á https://umsokn.ruv.is.

 

RÚV starfar í almannaþágu og hefur það hlutverk að vekja, virkja og efla. Öflugt og samhent starfsfólk RÚV rýnir samfélagið, segir mikilvægar sögur og þróar nýjar leiðir til miðlunar.

 

Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

 

 

 

Umsóknarfrestur:

21.01.2019

Auglýsing stofnuð:

08.01.2019

Staðsetning:

Efstaleiti 1, 103 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi