Þjónustustjóri

Róró Auðbrekka 10, 200 Kópavogur


RóRó ehf. auglýsir eftir þjónustustjóra

Helstu verkefni:

 • Samskipti við viðskiptavini sem eru bæði einstaklingar og fyrirtæki
 • Svara fyrirspurnum á samfélagsmiðlum
 • Umsjón og mótun þjónustuferla og verklýsinga
 • Ábyrgð og eftirlit með framkvæmd þjónustuferla
 • Umsjón með daglegum samskiptum við vöruhús og flutningsaðila
 • Afgreiða pantanir og sendingar innan Íslands og frá Íslandi
 • Undirbúa afhendingu bókhaldsgagna til bókara
 • Aðstoða framkvæmdastjóra í sérverkefnum
 • Almenn skrifstofustörf
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi kostur
 • Reynsla af sambærilegum störfum kostur
 • Grunnþekking á bókhaldi kostur
 • Góð enskukunnátta í rituðu og töluðu máli skilyrði 
 • Rík þjónustulund
 • Sjálfstæð vinnubrögð
 • Hæfileiki til að hugsa út fyrir boxið og leita nýrra lausna.
 • Góð þekking á Excel
 • Geta til að tileinka sér nýjar kerfislausnir


Vinsamlegast sendið ferilskrá á job@rorocare.com merkt „Starfsumsókn-Þjónustustjóri“ eða á vefsíðu HH Ráðgjafar ehf. www.hhr.is. Hulda Helgadóttir hjá HH Ráðgjöf svarar fyrirspurnum um starfið.
Mikill kostur ef viðkomandi getur hafið störf fljótlega.

RóRó er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur þegar náð fótfestu víða á mörkuðum erlendis og stefnir hraðbyri á frekari útrás. RóRó hannar og framleiðir nýsköpunarvöruna Lulla doll sem er ætluð fyrir fyrirbura og ung börn. Markmið vörunnar er að hjálpa börnum að ná betri svefni, gefa þeim aukna öryggistilfinningu og veita þeim ró. Nánari upplýsingar www.lulladoll.com.

Auglýsing stofnuð:

22.02.2019

Staðsetning:

Auðbrekka 10, 200 Kópavogur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf Sérfræðistörf Þjónustustörf Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi