Þjónustufulltrúi á Akranesi

Ritari Esjubraut 49, 300 Akranes


Fjölbreytt og skemmtilegt starf á Akranesi.

Ritari leitar eftir jákvæðum og drífandi einstakling í starf þjónustufulltrúa hjá fyrirtækinu á Akranesi.

Í starfinu felst þjónusta við fjölda fyrirtækja og viðskiptavina. Það er í formi símsvörunar, bókana, úthringinga, og annarra tilfallandi verkefna.  Mjög fjölbreytt starf í skemmtilegu umhverfi.

Leitað er eftir starfsmanni í 100% stöðu á dagvinnutíma milli kl.9:00 og 17:00.

 

Helstu verkefni:

  • Símsvörun
  • Bókanir
  • Almenn ritarastörf
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af almennum skrifstofustörfum er æskileg
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti er skilyrði
  • Góð tölvukunnátta skilyrði
  • Rík þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar
  • Hraðritun kostur 

 

Ritari býður upp á heildarlausnir í skrifstofurekstri. Við leitumst við að aðstoða fyrirtæki og rekstraraðila við að ná fram hagræðingu og hagkvæmni í rekstri. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu, gagnkvæmt traust og góð samskipti.

Við sérhæfum okkur á sviði ritaraþjónustu, símsvörunar, úthringinga og bókhaldsþjónustu.

Ritari er fyrirmyndarfyrirtæki 2019.

Auglýsing stofnuð:

12.06.2019

Staðsetning:

Esjubraut 49, 300 Akranes

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Skrifstofustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi