Sumarstörf hjá ISAL

Rio Tinto á Íslandi Straumsvík, 220 Hafnarfjörður


Ert þú næsti sumarstarfsmaður ISAL?

Við leitum að góðu fólki til sumarstarfa í álveri ISAL í Straumsvík sem fangar 50 ára afmæli á þessu ári.

Eftirfarandi störf eru í boði:

- Kerskáli, steypuskáli, skautsmiðja og efnisvinnsla

- Verkstæði

Hjá Rio Tinto er aðallega unnið á þrískiptum (5 daga vinna/5 daga frí) eða tvískiptum (5 daga vinna/4 daga frí) 8 tíma vöktum en einnig í dagvinnu.

Öll störf henta jafnt körlum og konum.

Lögð er rík áhersla á öryggismál starfsmanna og markvissa þjálfun í upphafi starfstíma.

Hæfniskröfur:

 - 18 ára og eldri
 - Bílpróf er skilyrði og lyftarapróf er kostur
 - Sterk öryggisvitund
 - Stundvísi, frumkvæði og nákvæmni
 - Þarf að gangast undir læknisskoðun og standast lyfjapróf
 - Hreint sakavottorð
 - Iðnmenntunar er krafist í störf á verkstæði eða að viðkomandi sé      í  iðnnámi

Sumarstörf eru á tímabilinu 15. maí til 1. sept. eða eftir samkomulagi.

Umsóknum skal skilað á www.riotinto.is

Umsóknarfrestur er til og með 1.apríl

Rio Tinto á Íslandi er þekkingarfyrirtæki sem rekur álverið ISAL í Straumsvík. Við bjóðum uppá á margbreytileg störf og fjölbreytt verkefni þar sem hugvit, þekking og kunnátta starfsmanna gegnir lykilhlutverki.Framtíð okkar byggist á framúrskarandi starfsfólki sem skapar öruggan og eftirsóttan vinnustað. Áhersla ISAL á öryggis-, umhverfis- og heilbrigðismál eru forsenda framúrskarandi árangri. Við leggjum okkur fram um að starfa í sátt við umhverfi og samfélag.

Gildi ISAL eru öryggi, heilindi, virðing, samvinna og framsækni.

Umsóknarfrestur:

06.04.2019

Auglýsing stofnuð:

15.03.2019

Staðsetning:

Straumsvík, 220 Hafnarfjörður

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi