Verkefnastjóri í stuðningsþjónustu

Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Laugavegur 77, 101 Reykjavík


Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða auglýsir stöðu verkefnastjóra í stuðningsþjónustu

Langar þig að starfa við fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem fela í sér spennandi áskoranir?

Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða leitar að verkefnastjóra til starfa í málaflokki fatlaðs fólks. Um er að ræða 100% starf og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Stuðningsþjónusta veitir aðstoð við athafni daglegs lífs og félagslegan stuðning, það er stuðning við að rjúfa félagslega einangrun einstaklinga, stuðla að aukinni félagsfærni, aðstoð við að njóta menningar og félagslífs.

Helstu verkefni og ábyrgð 

 • Ráðgjöf og þjónusta við fatlað fólk og aðstandendur.
 • Fræðsla og leiðbeiningar fyrir starfsfólk vegna þjónustu við fatlað fólk.
 • Þátttaka í eflingu notendasamráðs.
 • Þátttaka í þróunarverkefnum í stuðningsþjónustu.
 • Stjórn og þátttaka í þverfaglegum teymum og fundum vegna stuðningsúrræða.
 • Umsjón með umsóknum vegna þjónustu og styrkja.

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.
 • Þekking og reynsla í vinnu með fötluðu fólki og aðstandendum þeirra.
 • Þekking og reynsla af notendasamráði.
 • Jákvætt viðmót og mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæði í starfi.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall 100%
Umsóknarfrestur 27.08.2019
Ráðningarform Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar 7718

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helgi Þór Gunnarsson í síma 411-1600 - helgi.thor.gunnarsson@reykjavik.is

Umsóknarfrestur:

27.08.2019

Auglýsing stofnuð:

13.08.2019

Staðsetning:

Laugavegur 77, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Kennsla og rannsóknir Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi