Teymisstjóri - Íbúðakjarni Hólmasundi

Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Hólmasund 2, 104 Reykjavík


Laus er til umsóknar staða teymisstjóra í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk. 

Um er að ræða 100% stöðu (að mestu leyti í dagvinnu en einnig kvöld og helgarvaktir). Þjónustan miðast við að efla færni, auka sjálfstæði og lífsgæði íbúa. Í boði er spennandi starf þar sem veitt er einstaklingsbundin þjónusta í samræmi við hugmyndafræðina um sjálfstætt líf.

Helstu verkefni og ábyrgð
Teymisstjóri hefur yfirsýn yfir stuðningsþarfir íbúa í sínu teymi og ber ábyrgð á að starfsemin mæti þeim. 
Stýrir daglegum störfum annarra starfsmanna í samráði við forstöðumann. 
Veitir leiðsögn um framkvæmd þjónustu og tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu varðandi faglegt starf.
Gerir einstaklingsáætlanir í samvinnu við íbúa og/eða persónulegan talsmann, starfsmenn og forstöðumann.
Teymisstjóri hefur yfirsýn yfir stuðningsþarfir íbúa og ber faglega ábyrgð á framkvæmd þjónustu og vinnur með íbúum á grundvelli einstaklingsáætlana. 
Ber ábyrgð á eftirfylgd einstaklingsáætlana og tryggir reglubundið mat á framvindu þeirra samkvæmt verklagi þar um.
Hvetur og styður íbúa til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni.
Styður íbúa og aðstoðar þá við athafnir daglegs lífs, heimilishald og dagleg störf.

Hæfniskröfur
Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun á sviði félags- heilbrigðis- og/eða menntavísinda sem nýtist í starfi
Reynsla af sambærilegum störfum
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Hreint sakavottorð í samræmi við lög, sem og reglur Reykjavíkurborgar

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Númer auglýsingar
6440

Nánari upplýsingar um starfið veitir Árni Viðar Þórarinsson í síma 553-8888 og tölvupósti arni.vidar.thorarinsson@reykjavik.is

Umsóknarfrestur:

22.01.2019

Auglýsing stofnuð:

10.01.2019

Staðsetning:

Hólmasund 2, 104 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Stjórnunarstörf Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi