Stuðningsþjónusta í Grafarvogi

Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík


Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness leitar að starfsmönnum til að veita fötluðum einstaklingum þjónustu í sjálfstæðri búsetu. Um er að ræða starf sem felur í sér aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs. 
Vinnutími er virka daga frá 18.00 -20.00 mánudag, miðvikudag og fimmtudag og aðra hvora helgi. Um tímavinnu er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð
Veita margháttaðan stuðning til þátttöku á heimili og í samfélaginu eftir því sem við á og þörf krefur.
Hvetja og styðja fólk til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni.
Þátttaka í samvinnu og þróunarstarfi.

Hæfniskröfur
Góð almenn menntun.
Reynsla af vinnu með fötluðu fólki æskileg.
Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði, jákvæðni, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
Hæfni til að bregðast við óvæntum aðstæðum.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar

Númer auglýsingar
6308

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg S Sæmundsdóttir í síma 4111400 og tölvupósti ingibjorg.s.saemundsdottir@reykjavik.is

Umsóknarfrestur:

14.01.2019

Auglýsing stofnuð:

03.01.2019

Staðsetning:

Gylfaflöt 5, 112 Reykjavík

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Þjónustustörf Heilbrigðisþjónusta Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi