Stuðningsfulltrúi – Kambavað

Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Kambavað 5, 110 Reykjavík


Velferðarsvið Reykjavíkurborgar auglýsir eftir hæfu og áhugasömu starfsfólki (stuðningsfulltrúa 1) á nýtt heimili í Kambavaði í Norðlingaholti þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. Heimilið opnaði í maí s.l. og búa þar sex ungir einstaklinga með fjölfötlun. Um vaktavinnu er að ræða og starfshlutfall getur verið 40% - 100% eftir samkomulagi. Unnið er samkvæmt hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar með það að markmiði að efla sjálfstætt líf einstaklinga og skapa nýjar upplifanir.

Helstu verkefni og ábyrgð
• Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis.
• Hvetur og styður íbúa til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni.
• Stuðlar að góðum samskiptum við aðstandendur íbúa.
• Tekur þátt í þróunarstarfi undir stjórn forstöðumanns.

Hæfniskröfur
• Góð almenn menntun
• Reynsla af starfi með fötluðum æskileg 
• Íslenskukunnátta
• Framtakssemi, áreiðanleiki, heiðarleiki og jákvæðni í starfi
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum, ábyrgðarkennd og frumkvæði.
• Hæfni til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi/verkefni. 
• Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.


Númer auglýsingar
5748

Nánari upplýsingar um starfið veitir Birgir Freyr Birgisson í síma 8214600 og tölvupósti birgir.freyr.birgisson@reykjavik.is

Umsóknarfrestur:

19.01.2019

Auglýsing stofnuð:

09.01.2019

Staðsetning:

Kambavað 5, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Kennsla og rannsóknir Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi