Stuðningsfulltrúi - Búsetukjarni Grafarvogi

Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Starengi 118, 112 Reykjavík


Óskað er eftir stuðningsfulltrúa sem fyrst til starfa í búsetukjarna í Grafarvogi á næturvaktir unnið er aðra hvora helgi frá fimmtudegi til og með sunnudags. Um framtíðarstarf er að ræða. 
Í kjarnanum búa fimm konur í eigin íbúðum og unnið er eftir hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn. Þjónandi leiðsögn byggir á einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem samskipti á milli starfsfólks og notenda er þungamiðjan.

Helstu verkefni og ábyrgð
Stuðningur og aðstoð við fatlað fólk við allar athafnir daglegs lífs. 
Stuðningur og aðstoð sem gera einstaklingum kleift að búa á eigin heimili, stunda vinnu og njóta menningar og félagslífs.

Hæfniskröfur
Góð almenn menntun
Reynsla af starfi með fötluðum æskileg
Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Góð íslenskukunnátta
Stundvísi
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar

Frekari upplýsingar um starfið
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og St.Rv.

Starfshlutfall
53%

Númer auglýsingar
6441

Nánari upplýsingar um starfið veitir Elsa Eiríksdóttir Hjartar í síma 869-0409 og tölvupósti elsa.eiriksdottir.hjartar@reykjavik.is

Umsóknarfrestur:

22.01.2019

Auglýsing stofnuð:

10.01.2019

Staðsetning:

Starengi 118, 112 Reykjavík

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Kennsla og rannsóknir Þjónustustörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi