Starfsmaður við umönnun - Sumarstarf

Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Vesturgata 7, 101 Reykjavík


Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða leitar að jákvæðum, þjónustulunduðum og duglegum starfsmanni.

Reykjavíkurborg rekur tvær dagdeildir fyrir aldraða. Annars vegar er Þorrasel sem er almenn dagþjálfun fyrir aldraða einstaklinga og hins vegar dagþjálfun Vitatorgi sem er fyrir fólk sem hefur greinst með heilabilun. Opið er virka daga milli 8:00-16:00.

Við höfum virðingu, virkni og velferð að leiðarljósi í okkar starfi og leggjum áherslu á að skapa notalegt og skemmtilegt andrúmsloft.

Helstu verkefni og ábyrgð 
Aðstoð í borðsal, böðun og aðrar athafnir daglegs lífs
Þátttaka í félagsstarfi
Afleysing í eldhúsi

Frekari upplýsingar um starfið gefa Sigrún Skúladóttir í síma 535-2740 (Þorrasel) og Ásta Sigríður Sigurðardóttir í síma 411-3466 (Vitatorg).

Hæfniskröfur 
Góð almenn menntun eða félagsliðamenntun
Reynsla af umönnunarstörfum kostur
Áhugi á að vinna með öldruðum
Rík samskiptahæfni og jákvæðni
Íslenskukunnátta
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar

Frekari upplýsingar um starfið 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Eflingar
Starfshlutfall 
100%

Ráðningarform 
Sumarstarf

Númer auglýsingar  
6731

Nafn sviðs 
Velferðarsvið

Umsóknarfrestur:

20.04.2019

Auglýsing stofnuð:

12.03.2019

Staðsetning:

Vesturgata 7, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi