Sjúkraliði í heimahjúkrun - Sumarafleysing

Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Sléttuvegur 7, 103 Reykjavík


Við erum að leita að jákvæðum og drífandi sjúkraliðum til sumarleysinga við heimahjúkrun inn á heimili fatlaðs fólks að Sléttuvegi 3, 7 og 9. Við leggjum áherslu á samfellda, einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu sem stuðlar að auknu sjálfstæði og virkri samfélagsþáttöku.

Vegna eðli starfsins eru laun hærri en almennt í heimahjúkrun.
Afleysingin er frá maí til lok ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Vaktavinna, dag- og kvöldvaktir og almennt er unnið aðra hverja helgi. Starfshlutfall og nánara vinnufyrirkomulag er samkomulagsatriði.

Helstu verkefni og ábyrgð 
Aðhlynning og hjúkrun.
Skráning í Sögukerfið.
Einstaklingsmiðaður stuðningur við athafnir daglegs lífs.
Stuðningur til virkni.
Notendasamráð.
Teymisvinna.

Hæfniskröfur 
Sjúkraliði með íslenskt starfsleyfi.
Frumkvæði og sveigjanleiki.
Lipurð í mannlegum samskiptum, heiðarleiki og jákvæðni.
Stundvísi.
Góð íslensku kunnátta skilyrði.Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Sjúkraliðafélags Íslands.

Starfshlutfall 
90%

Númer auglýsingar  
6633

Nafn sviðs 
Velferðarsvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir 
Bára Denny Ívarsdóttir
Tölvupóstur 
bara.denny.ivarsdottir@reykjavik.is

Umsóknarfrestur:

31.03.2019

Auglýsing stofnuð:

12.03.2019

Staðsetning:

Sléttuvegur 7, 103 Reykjavík

Starfstegund:

Sumarstarf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi