Sérfræðingur í skjalamálum

Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Borgartún 12-14, 105 Reykjavík


Hugmyndaríkur og öflugur sérfræðingur óskast í nýja stöðu í skjalamálum á velferðarsviði. Starfið felst í innleiðingu skjalastjórnunar á starfseiningum sviðsins. Starfsstöð er á skrifstofu velferðarsviðs en starfið fer að miklu leyti fram á öðrum starfseiningum sviðsins.

Á velferðarsviði starfa 2500 starfsmenn á um 120 starfseiningum. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar vinnur ötullega að þróun rafrænna lausna í þjónustu og starfsumhverfi með tilliti til gagnaöryggis og nýrra persónuverndarlaga. Sérfræðingur mun eiga kost á að móta starfið í opnu og lausnamiðuðu umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð: 
Skjalavistunaráætlanir og málalyklar fyrir starfseiningar velferðarsviðs 
Umsjón og ábyrgð á samræmingu verklags um meðhöndlun gagna 
Ráðgjöf og stuðningur til stjórnenda og starfsfólks um gagnaöryggi 
Fræðsla og leiðbeiningar til starfsfólks velferðarsviðs um varðveislu/grisjun skjala og bætta stjórnsýslu

Hæfniskröfur:
Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði, sagnfræði eða sambærilegum greinum sem nýtast í starfi 
Framhaldsmenntun æskileg 
Þekking og reynsla af skjalavörslu og rafrænum skjalakerfum nauðsynleg 
Hæfni í mannlegum samskiptum 
Frumkvæði, skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum

Frekari upplýsingar um starfið: 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags
Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 18.12.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Númer auglýsingar: 6250
Nafn sviðs: Velferðarsvið


Nánari upplýsingar um starfið veitir Dís Sigurgeirsdóttir í síma 4111111 og tölvupósti dis.sigurgeirsdottir@reykjavik.is

Umsóknarfrestur:

18.12.2018

Auglýsing stofnuð:

04.12.2018

Staðsetning:

Borgartún 12-14, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi