Sálfræðingur við skólaþjónustu (Breiðholt)

Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Álfabakki 12, 109 Reykjavík


Þjónustumiðstöð Breiðholts auglýsir stöðu sálfræðings við skólaþjónustu.

Þjónustumiðstöð Breiðholts er framsækinn vinnustaður sem býður upp á spennandi tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu á þjónustu í hverfi borgarinnar og þverfaglegu samstarfi í hverfi og milli hverfa. Vinna með metnaðarfullum hópi annarra fagmanna, sálfræðinga, félagsráðgjafa, kennsluráðgjafa, sérkennsluráðgjafa, talmeinafræðinga o.fl., að málefnum barna, skóla og fjölskyldna.

Þjónustumiðstöð Breiðholts býður einnig upp á

 • Gott vinnuumhverfi.
 • Sveigjanlegan vinnutíma.
 • Handleiðsluteymi sálfræðinga.
 • Þátttöku í námskeiðshaldi fyrir foreldra, börn og starfsmenn skóla.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Ráðgjöf til foreldra og starfsfólks skóla vegna nemenda.
 • Sálfræðilegar athuganir og greiningar á börnum og unglingum.
 • Námskeiðahald.
 • Þverfaglegt starf á þjónustumiðstöð og við samstarfsstofnanir (s.s. heilsugæslu, barnavernd o.fl).

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Löggilding til að starfa sem sálfræðingur.
 • Þekking á þroska og þroskafrávikum barna.
 • Reynsla af sálfræðilegri greiningu og ráðgjöf vegna barna er æskileg.
 • Áhugi á þróun sálfræðiþjónustu og þverfaglegs starfs.
 • Þekking á eða PMTO menntun er kostur.
 • Skipulagshæfileikar, sjálfstæði, frumkvæði og leikni í mannlegum samskiptum.
 • Gerð er krafa um hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.


Frekari upplýsingar um starfið 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall 100%.
Umsóknarfrestur 21.08.2019

Númer auglýsingar 7679

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hulda Sólrún Guðmundsdóttir
í síma 411-1300 - hulda.solrun.gudmundsdottir@reykjavik.is

Umsóknarfrestur:

21.08.2019

Auglýsing stofnuð:

08.08.2019

Staðsetning:

Álfabakki 12, 109 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi