Næturvaktir - Starfsmaður búsetuþjónustu

Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Hraunbær 107, 110 Reykjavík


Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts óskar eftir að ráða starfsmann við íbúðakjarna fyrir geðfatlað fólk.

Viðkomandi þarf að vera orðinn 20 ára og geta hafið störf sem fyrst. Um er að ræða fjórar næturvaktir frá sunnudagskvöldi fram á fimmtudagsmorgun, aðra hverja viku. Starfshlutfall er 45%.

Helstu verkefni og ábyrgð 
Hlutverk starfsmanns á næturvakt er öryggisgæsla og að veita íbúum kjarnans viðeigandi stuðning þegar svo ber undir. Helstu verkefni eru þrif á starfsmannaíbúð og önnur tilfallandi verk. Starfsmaður tekur ásamt öðrum starfsmönnum þátt í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir íbúa.

Hæfniskröfur 
Góð almenn menntun.
Reynsla af vinnu með geðfötluðu fólki er æskileg.
Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð.
Góð íslenskukunnátta.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Eflingar stéttarfélags.

Starfshlutfall 
45%

Númer auglýsingar  
6754

Nafn sviðs 
Velferðarsvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir 
Knútur Birgisson

Tölvupóstur 
knutur.birgisson@reykjavik.is

Umsóknarfrestur:

24.03.2019

Auglýsing stofnuð:

12.03.2019

Staðsetning:

Hraunbær 107, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Þjónustustörf Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi