Heimilið Jöklasel leitar að stuðningsfulltrúa

Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Jöklasel 2, 109 Reykjavík


Íbúðarkjarnann Jöklaseli vantar að bæta við fólki í frábæran starfsmannahóp. Á heimilinu býr fólk með einhverfu ,öll í sínum eigin íbúðum. Allir dagar hafa upp á eitthvað nýtt að bjóða og eru starfsmenn að aðstoða íbúana að lifa sínu besta lífi. Unnið er á vöktum. Vegna sérstakra aðstæðna eru karlmenn sérstaklega hvattir til að sækja um. Hægt er að kynna sér starfssemi heimilisins lítillega hér https://www.youtube.com/watch?v=bQiwzRWIX88


Helstu verkefni og ábyrgð: 
Stuðningur og aðstoð við íbúa við allar athafnir daglegs lífs.
Stuðningur og aðstoð sem gera einstaklingum kleift að búa á eigin heimili, stunda vinnu og njóta menningar og félagslífs. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn. Veitt er einstaklingsmiðuð þjónusta.

Hæfniskröfur:
Góð almenn menntun.
Reynsla af sambærilegum störfum.
Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni í starfi.
Hæfni til að takast á við krefjandi vinnu umhverfi.
Íslenskukunnátta skilyrði.
Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri og með bílpróf.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.


Frekari upplýsingar um starfið: 
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar 
Starfshlutfall: 70%
Umsóknarfrestur:26.3.2019
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar: 6788
Nafn sviðs: Velferðarsvið


Nánari upplýsingar um starfið veitir 
Ingibjörg Elín Jóhannsdóttir
Tölvupóstur 
ingibjorg.elin.johannsdottir@reykjavik.is

Umsóknarfrestur:

26.03.2019

Auglýsing stofnuð:

14.03.2019

Staðsetning:

Jöklasel 2, 109 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Þjónustustörf Kennsla og rannsóknir

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi