Fjölbreytt og skemmtileg störf í stoðþjónustu

Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Álfabakki 12, 109 Reykjavík


Þjónustumiðstöð Breiðholts leitar að starfsfólki til að veita fötluðum einstaklingum þjónustu sem eru að hefja sjálfstæða búsetu. Um er að ræða starf sem felur í sér aðstoð við ýmsar daglegar athafnir og að njóta menningar- og félagslífs sem veitir tilbreytingu í daglegt líf. Vinnutími er dag, kvöld og/eða helgar. Um hlutastarf eða fullt starf er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Aðstoð við athafnir daglegs lífs (t.d. versla inn og setja í þvottavél)
  • Veita stuðning og leiðbeiningar við að taka þátt í tómstundum eða annarri virkni.
  • Eftirfylgd einstaklings- og þjónustuáætlana. 
  • Virkt notendasamráð og samvinna við aðstandendur og aðra hagsmunaaðila.
  • Þátttaka í þverfaglegu teymi.

Hæfniskröfur

  • Góð almenn menntun. Háskólamenntun æskileg.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, samstarfshæfni og sveigjanleiki.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Inga María Vilhjálmsdóttir í síma 4111300 og tölvupósti inga.maria.vilhjalmsdottir@reykjavik.is

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Númer auglýsingar 6162

Umsóknarfrestur:

06.12.2018

Auglýsing stofnuð:

27.11.2018

Staðsetning:

Álfabakki 12, 109 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Þjónustustörf Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi