Deildarstjórar - Barnavernd Reykjavíkur

Reykjavíkurborg - Velferðarsvið Borgartún 12-14, 105 Reykjavík


Barnavernd Reykjavíkur auglýsir eftir öflugum, metnaðarfullum og framsýnum deildarstjórum á skrifstofu ráðgjafar í barnavernd hjá Barnavernd Reykjavíkur. Um er að ræða ný stjórnunarstörf í kjölfar skipulagsbreytinga.

Leiðarljós Barnaverndar Reykjavíkur er að veita framúrskarandi þjónustu við börn og fjölskyldur í vanda. Hjá Barnavernd starfa hæfir sérfræðingar og lögð er áhersla á snemmtæka íhlutun, forvarnir og vandaða málsmeðferð.

Barnavernd Reykjavíkur starfar í umboði barnaverndarnefndar Reykjavíkur en rekstur Barnaverndar heyrir undir velferðarsvið Reykjavíkurborgar.


Helstu verkefni og ábyrgð:
Ábyrgð á faglegu starfi, starfsmannahaldi og skipulagi teymis
Yfirumsjón með erindum vegna barna og fjölskyldna þeirra, móttaka tilkynninga, kannanir barnaverndarmála og gerð meðferðaráætlana
Samstarf og samvinna við aðrar starfseiningar á velferðarsviði, og öðrum sviðum borgar sem sinna þjónustu við börn
Leiðbeinir starfsmönnum og veitir þeim ráðgjöf í starfi
Þátttaka í stefnumótun og umbótastarfi


Hæfniskröfur:
Háskólamenntun og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi
Reynsla af stjórnun æskileg
Reynsla af starfi barnaverndar, meðferðarvinnu og velferðarþjónustu sveitarfélaga
Framúrskarandi lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar


Frekari upplýsingar um starfið:
Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags
Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 24.3.2019
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Númer auglýsingar: 6750
Nafn sviðs: Velferðarsvið
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hákon Sigursteinsson
Tölvupóstur hakon.sigursteinsson@reykjavik.is

Umsóknarfrestur:

24.03.2019

Auglýsing stofnuð:

06.03.2019

Staðsetning:

Borgartún 12-14, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Stjórnunarstörf Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi