Lögfræðingur

Reykjavík - Miðlæg stjórnsýsla Tryggvagata 15, 101 Reykjavík


Borgarskjalasafn Reykjavíkur óskar eftir að ráða lögfræðing til starfa. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem felur í sér meðal annars ákvörðun aðgangs að trúnaðargögnum, yfirumsjón með afgreiðslu erinda, styðja við eftirlit með skjalavörslu og sinna bréfaskiptum og ritun greinagerða. Nýútskrifaðir lögfræðingar eru hvattir til að sækja um.

Hlutverk Borgarskjalasafns Reykjavíkur er söfnun, innheimta, skráning og varðveisla skjala og annarra skráðra heimilda um starfsemi og sögu borgarinnar. Safnið hefur eftirlit með skjalavörslu afhendingarskyldra aðila og veitir aðgang að skjölum ásamt því að gefa út verklagsreglur um skjalavörslu. Átta starfsmenn starfa hjá Borgarskjalasafninu og er það til húsa í Tryggvagötu 15 og Vatnagörðum 28 í Reykjavík.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð 

 • Ákvarða aðgang að trúnaðargögnum og ganga frá þeim til afhendingar
 • Yfirumsjón með afgreiðslu erinda
 • Styðja við eftirlit um skjalavörslu
 • Bréfaskipti, greinargerðir og gerð samninga þegar við á
 • Útfæra verklagsreglur og leiðbeiningar
 • Styðja við verkefni Borgarskjalasafns tengdum persónuverndarlöggjöf
 • Fræðsla um löggjöf um skjalastjórn fyrir borgarstofnanir
 • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur 

 • Kandidatspróf eða meistarapróf í lögfræði
 • Þekking á stjórnsýslurétti
 • Þekking á upplýsingalögum og lögum um opinber skjalasöfn er kostur
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Skipulögð vinnubrögð
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku, í ræðu og riti
 • Færni til að vinna undir álagi

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðeigandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður í síma 664-7775 og tölvupósti svanhildur.bogadottir@reykjavik.is

Umsóknarfrestur:

29.04.2019

Auglýsing stofnuð:

15.04.2019

Staðsetning:

Tryggvagata 15, 101 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi