Tæknifulltrúi á Umhverfissvið

Reykjanesbær Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær


Umhverfissvið Reykjanesbæjar auglýsir laust til umsóknar 100% starf tæknifulltrúa á umhverfissviði.

Um er að ræða fjölbreytt og áhugavert starf í vaxandi sveitarfélagi. Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi.

Helstu verkefni:

 • Yfirferð hönnunargagna samkvæmt skoðunarhandbók
 • Úttektir á mannvirkjum
 • Skráning mannvirkja, löndum og lóðum
 • Yfirferð eignaskiptasamninga og skráningartöflum
 • Samskipti við aðrar opinberar stofnanir
 • Önnur verkefni á umhverfissviði

Menntun og hæfni:

 • Háskólamenntun í verk-, tækni- eða byggingarfræði eða sambærilegt háskólapróf sem nýtist í starfi
 • Þekking og reynsla af byggingarmálum er kostur
 • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Kunnátta í skjalavistunar-  og landupplýsingakerfum æskileg
 • Góð skipulags- og samskiptafærni
 • Góð íslenskufærni í ræðu og riti
 • Dugnaður, vinnusemi og sveigjanleiki

Umsóknarfrestur er til 24. mars 2019.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Launakjör eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Upplýsingar gefur Sveinn Björnsson, byggingafulltrúi (sveinn.bjornsson@reykjanesbaer.is)

Umsóknarfrestur:

24.03.2019

Auglýsing stofnuð:

15.03.2019

Staðsetning:

Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi