Félagsráðgjafi í barnavernd

Reykjanesbær Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær


Velferðarsvið Reykjanesbær leitar að félagsráðgjafa í fullt starf í barnavernd. Starfið felst í vinnu við barnavernd, fósturmál, ráðgjöf við foreldra og börn í Reykjanesbæ. Lögð er áhersla á öflugt barnaverndarstarf, þverfaglegt samstarf við aðrar deildir sviðsins og helstu samstarfsstofnanir.

Starfið krefst víðtækrar þekkingar á sviði barnaverndar- og stjórnsýslulaga, úrræðum sveitarfélaga og ríkis auk þess sem þekking á málefnum barna og fjölskyldna er mikilvæg.

Helstu verkefni:

 • Vinnsla barnaverndarmála
 • Vinnsla fósturmála
 • Ráðgjöf við foreldra og börn
 • Samstarf við leik- og grunnskóla og aðrar stofnanir sem tengjast börnum

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Félagsráðgjafanám til starfsréttinda
 • Viðbótarmenntun á sviði barnaverndar eða PMTO meðferðar er kostur
 • Þekking á ESTER mati er kostur
 • Reynsla á sviði barnaverndar og fósturmála
 • Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki
 • Hæfni til þverfaglegs samstarfs
 • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti

Laun eru skv. samningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi fagfélags.

Reykjanesbær er fimmta fjölmennasta sveitarfélag á Íslandi með um 18.800 íbúa og eru starfsmenn bæjarins um eitt þúsund talsins. Fjölbreytileiki og stærð starfsmannahópsins gerir hann færan um að takast á við krefjandi verkefni þar sem hver og einn fær tækifæri til að nýta styrkleika sína. Þjónusta velferðarsviðs byggir á gildunum virðing, velferð og valdefling með áherslu á heildstæða þjónustu.

Upplýsingar gefur María Gunnarsdóttir, forstöðumaður barnaverndar (maria.gunnarsdottir@reykjanesbaer.is, sími: 421-6700)

Umsóknarfrestur:

27.12.2018

Auglýsing stofnuð:

06.12.2018

Staðsetning:

Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf Heilbrigðisþjónusta

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi