Deildarstjóri á Hæfingarstöð

Reykjanesbær Keilisbraut 755, 235 Reykjanesbær


Hæfingarstöð Reykjanesbæjar óskar eftir að ráða deildarstjóra í 100% starf.


Hæfingarstöð Reykjanesbæjar er dagþjónusta fyrir fatlað fólk á Suðurnesjum sem starfar með það að markmiði að efla atvinnutengda færni þjónustunotenda auk þess að veita fötluðu fólki vettvang til þess að taka virkan þátt í samfélaginu. Starfið felur í sér stjórnun og umsjón verkefna og/eða samræmingu faglegs starfs á þjónustueiningunni. Með umsjón er m.a. átt við skipulagningu, samhæfingu og viðvarandi verkefnastjórnun. Deildarstjóri veitir leiðsögn og ráðgjöf til samstarfsfólks og samstarfsaðila.

Hæfniskröfur eru:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af störfum með fötluðu fólki.
  • Góðir samstarfs- og skipulagshæfileikar.
  • Áhugi á málefnum fatlaðs fólk.
  • Jákvætt viðmót og rík þjónustulund.
  • Samviskusemi, þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.

Umsóknum þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Farið er fram á að umsækjendur veiti heimild til öflunar upplýsinga af sakaskrá ef til ráðningar kemur.


Launakjör eru skv. kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.


Hjá Reykjanesbæ starfar samhentur hópur starfsmanna sem hefur það að leiðarljósi að þjónusta við íbúa bæjarfélagsins sé eins og best verður á kosið hverju sinni. Við bjóðum góða starfsaðstöðu, tækifæri til starfsþróunar og vaxtar í starfi, jákvætt andrúmsloft og samstarfsfólk sem tekur áskorunum hvers dags af eldmóði og krafti.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Jón K. Pétursson, forstöðuþroskaþjálfi (jon.k.petursson@reykjanesbaer.is)

Umsóknarfrestur:

20.01.2019

Auglýsing stofnuð:

03.01.2019

Staðsetning:

Keilisbraut 755, 235 Reykjanesbær

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi