Hjúkrunarforstjóri

Reykhólahreppur Barmahlíð , 380 Reykhólahreppur


Reykhólahreppur auglýsir stöðu hjúkrunarforstjóra. Leitað er að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi með faglega sýn í öldrunarmálum. Um 100% starfshlutfall er að ræða.

Starfssvið:
  • Fagleg ábyrgð á hjúkrunarþjónustu.
  • Umsjón með og ábyrgð á fjármálum, rekstri og stjórnun heimilisins.
  • Starfsmannamál, þ.m.t.umsjón með ráðningum og vaktaplönum.
  • Hjúkrunarforstjóri er ábyrgur gagnvart stjórn Barmahlíðar.

Menntun, hæfni og reynsla:

  • Háskólagráða í hjúkrunarfræði.
  • Framhaldsmenntun og reynsla í geðhjúkrun æskileg.
  • Þekking á RAI-mati.
  • Farsæl stjórnunarreynsla og stjórnunarhæfni áskilin.
  • Reynsla og/eða þekking af rekstri.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og góður samstarfsvilji.

Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst n.k.

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð er með 13 hjúkrunarrými og 2 dvalarrými og þar starfa 11 starfsmenn. Lagt er upp með að veita íbúum heimilisins ávallt bestu þjónustu á hverjum tíma og vera jafnframt aðlaðandi starfsvettvangur.

Umsóknarfrestur:

20.08.2018

Auglýsing stofnuð:

10.08.2018

Staðsetning:

Barmahlíð , 380 Reykhólahreppur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Heilbrigðisþjónusta Stjórnunarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi