Quality lead/ Scrum master

Reon Borgartún 27, 105 Reykjavík


REON er hratt stækkandi hugbúnaðarhús og leitar því að hæfileikaríkum og metnaðarfullum einstakling til að taka þátt í hugbúnaðarteymum fyrirtækisins við að passa uppá gæði hugbúnaðar ásamt samvinnu og skilvirkni teyma. 

Sýn okkar hjá REON á framtíðina er að veita þá ráðgjöf og þjónustu sem viðskiptavinir okkar þurfa til að vera í takt við tímann og eiga það allir sameiginlegt að vera með okkur í stafrænni vegferð til framtíðar. Teymin okkar eru alþjóðleg, með mismunandi reynslu að baki. Við teljum Agile vera lykillinn að skilvirkri hugbúnaðarþróun og góðu samstarfi. Við forðumst hugsunarháttinn “við höfum alltaf gert þetta svona” og hvetjum til frumkvæðis og nýsköpunar. Sem hugbúnaðarhús erum við alltaf á tánum hvað varðar nýjustu tækni og höfum þá reynslu og sérþekkingu sem þarf til að vinna verkefni frá hugmynd að stafrænni vöru.

Eftir morgunkaffið þitt tekur þú þátt í standup með teymunum sem þú vinnur með. Þín ábyrgð innan teymisins er að prófa hugbúnaðinn, finna og skilgreina villur/notendaupplifun bæði á meðan þróun stendur, og þegar búið er að gefa hann út. Í þessu felst einnig að búa til og viðhalda ferlum sem við notum til að prófa hugbúnaðinn okkar til að við sem teymi getum verið viss um að við séum að gefa út hugbúnað í góðum gæðum. Í einhverjum verkefnum kæmi einnig til þess að þú takir að þér þjálfun teymisins. 

 • Þú munt búa til og viðhald ferlum sem þarf til að prófa hugbúnað hverju sinni.
 • Þú munt prófa virkni aðgerða sem eru í þróun, ásamt aðgerðum sem nú þegar eru til staðar og ganga úr skugga um að sögur uppfylli öll þau skilyrði sem henni er sett
 • Þú munt samræma og styðja þær vörur sem Reon er ábyrgt fyrir og meta þær athugasemdir sem koma frá notendum.
 • Þú munt taka þátt í að koma með athugasemdir og tillögur um hvernig hægt sé að bæta hugbúnaðinn og þær aðferðir sem notaðar eru til að prófa hann.
 • Þú munt vera í góðum samstafi við verkefnastjóra verkefnisins hverju sinni varðandi framgang prófana og vandamála sem upp koma.
 • Í ákveðnum verkefnum tækir þú einnig að þér þjálfun teymisins. 

Hæfniskröfur

 • Gott væri ef þú hefur reynslu af QA og Agile umhverfi.
 • Þú hefur áhuga og metnað fyrir þróun hugbúnaðar.
 • Gott væri ef þú hefur reynslu af þróun hugbúnaðar.
 • Þú hefur reynslu af teymisvinnu með meðlimum með mismunandi bakgrunn og persónuleika og ert “team player”.
 • Þú hefur góða greiningarhæfileika og launsarmiðað hugsun.
 • Þú hefur góða samskiptahæfileika og ert með skipulögð, áreiðanleg og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Þú hefur áhuga á vinnulagi, ferlum og skilvirkni.
Umsóknarfrestur:

12.07.2019

Auglýsing stofnuð:

03.07.2019

Staðsetning:

Borgartún 27, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi