Sérfræðingur á rekstrarvakt

Reiknistofa bankanna Katrínartún 2, 105 Reykjavík


Rekstrarvakt RB sinnir vöktun og eftirliti með kerfum RB og annarra fjármálafyrirtækja, allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Hæfniskröfur:

  • Reynsla úr rekstri tölvuumhverfa eða menntun við hæfi (t.d. tölvunarfræði/kerfisfræði)
  • Þjónustulund og samskiptahæfileikar
  • Þekking á netþjónum, netkerfum, gagnagrunnum
  • Þekking/reynsla af eftirlitskerfum er kostur 
  • Sjálfstæð vinnubrögð og samviskusemi
  • Næmni fyrir smáatriðum og góð yfirsýn
  • Hæfni til að vinna vel undir álagi þegar þess þarf

Helstu verkefni:

  • Stuðningur og samskipti við aðra hópa innan sem utan fyrirtækis 
  • Regluleg verkefni eins og prófanir á tvöfaldri uppsetningu kerfa, skýrslugerð, eftirlit með keyrslu vinnsla
  • Vaktavinna á 12 tíma vöktum

 

RB er traust og öflugt þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem hefur þróað hinar ýmsu fjármálalausnir, þar á meðal öll megingreiðslukerfi landsins. Hjá RB starfar margt af öflugasta upplýsingtæknifólki landsins.
Við bjóðum góða vinnuaðstöðu, tækifæri til endurmenntunar og starfsþróunar, frábæra samstarfsfélaga og umhverfi þar sem fagmennska, öryggi og ástríða eru undirstaða allra verka.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristjón Sverrisson, forstöðumaður tæknireksturs, kristjon@rb.is, sími 569 8877

Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur:

22.01.2019

Auglýsing stofnuð:

11.01.2019

Staðsetning:

Katrínartún 2, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi