Netstjóri

Reiknistofa bankanna Katrínartún 2, 105 Reykjavík


RB leitar að sérfræðingi í rekstri netbúnaðar og netöryggiskerfa. Viðkomandi mun koma að uppbyggingu á fjölbreyttum netrekstri, álagsdreifum og netöryggislausnum og þarf að vera duglegur að tileinka sér nýjungar.

Um er að ræða krefjandi og áhugavert starf fyrir öflugan einstakling í lifandi og skemmtilegu starfsumhverfi.

HELSTU VERKEFNI:

  • Rekstur, viðhald og uppbygging á netumhverfi RB og viðskiptavina þess
  • Kemur að að netrekstri í meðal annars VMware, álagsdreifum og netöryggislausnum

HÆFNISKRÖFUR:

  • Reynsla af rekstri netbúnaðar og netöryggiskerfum
  • Vottun á sviði net- og netöryggismála kostur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur en ekki nauðsyn
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
  • Geta og vilji til að vinna vel í hópi en einnig geta til að vinna sjálfstætt
  • Drifkraftur og vilji til að takast á við stór og skemmtileg verkefni

 

RB er traust og framsækið þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni enda höfum við þróað og innleitt fjölmargar lausnir fyrir fjármálamarkaðinn. Í dag vinnur fjölbreyttur og samhentur hópur hjá okkur að stórum verkefnum í upplýsingatækni ásamt því að tryggja að rekstur grunnkerfa fjármálafyrirtækja á Íslandi sé öruggur og tryggur.

Nánari upplýsingar veitir Daníel Örn Árnason, forstöðumaður Grunnrekstrar,daniel.arnason@rb.is, sími 569 8877.

Umsóknarfrestur er til og með 21. júlí.

Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur:

21.07.2019

Auglýsing stofnuð:

11.07.2019

Staðsetning:

Katrínartún 2, 105 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Upplýsingatækni

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi