Flügger - Sölumaður

Ráðum Vegmúli 2, 108 Reykjavík


Flügger óskar eftir að ráða sölumann til starfa í eina af verslunum sínum á höfuðborgarsvæðinu.

Í starfinu felst afgreiðsla, þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina, dagleg umhirða verslunarinnar auk annars sem tilheyrir starfinu.

Leitað er að ábyrgum, traustum og þjónustuliprum einstaklingi sem hefur gaman af þjónustu og er með mikla hæfni í samskiptum.

Um dagvinnutíma er að ræða auk vinnu annan hvern laugardag samkvæmt vaktaplani.


Flügger á Íslandi rekur 6 verslanir víðs vegar um landið en höfuðstöðvarnar eru í Danmörku og eru verslanir Flügger rúmlega 550.
Verslanirnar eru staðsettar í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Póllandi, Íslandi og í Kína.
Flügger byggir afkomu sína á sölu til fagmanna og hjá Flügger starfa málarar og málarameistarar með mikla reynslu auk starfsmanna sem koma að þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina.

Sótt er um starfið á heimasíðu Ráðum www.radum.is

Auglýsing stofnuð:

16.05.2018

Staðsetning:

Vegmúli 2, 108 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf Iðnaðarstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi