Fjáröflun hjá Rauða krossinum á Íslandi 

Rauði krossinn á Íslandi Efstaleiti 9, 103 Reykjavík


Rauði krossinn á Íslandi leitar að öflugum og drífandi einstaklingum til að starfa í símaveri félagsins. Starfið felur í sér að kynna starfsemi Rauða krossins og bjóða fólki að styrkja samtökin. Um er að ræða hlutastarf þar sem unnið er 2-3 vaktir á viku. Vinnutíminn er á kvöldin frá kl. 17-21, mánudaga til fimmtudaga. Í starfinu gefst tækifæri á að kynnast verkefnum stærstu mannúðarhreyfingu heims og er tilvalið starf með skóla. 

Hæfniskröfur: 

  • Áhugi á verkefnum Rauða krossins 
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Samviskusemi og áreiðanleiki 
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur 

Rauði krossinn leggur áherslu á jákvætt og líflegt starfsumhverfi. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á starf@redcross.is. Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Guðmundsdóttir, johannagud@redcross.is, verkefnastjóri í fjáröflun. 

Auglýsing stofnuð:

30.01.2019

Staðsetning:

Efstaleiti 9, 103 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sölu- og markaðsstörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi