Öryggisfulltrúi

RARIK ohf. Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík


RARIK ohf óskar eftir að ráða kraftmikinn einstakling í starf öryggisfulltrúa. Öryggisfulltrúi starfar náið með öryggisstjóra og öryggisnefnd RARIK. Aðsetur öryggisfulltrúa getur verið á einhverri af starfsstöðvum RARIK utan höfuðborgarsvæðisins.

Starfssvið

  • Skoðun og eftirlit á öryggisbúnaði
  • Þátttaka í öryggisnefnd
  • Þátttaka í fræðslustarfi
  • Eftirfylgni með öryggisábendingum
  • Þátttaka í umbótaverkefnum

Hæfniskröfur

  • Sveinspróf í rafiðnaði
  • Þekking á öryggismálum kostur
  • Drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð
  • Almenn tölvukunnátta
  • Reynsla af verkefnastjórnun kostur

Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar veita Eyþór Kári Eðvaldsson öryggisstjóri og starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000. Umsóknarfrestur er til 27. maí 2019 og skal skila umsóknum með ferilskrá á www.rarik.is/atvinna.

RARIK ohf. er rekið sem opinbert hlutafélag í eigu ríkisins. Hlutverk RARIK er að dreifa raforku auk þess að afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofa er í Reykjavík og um 20 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breitt um landið.

Umsóknarfrestur:

27.05.2019

Auglýsing stofnuð:

11.05.2019

Staðsetning:

Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi