Matráður í mötuneyti

RARIK ohf. Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík


RARIK óskar eftir að ráða duglegan og jákvæðan matráð. Mötuneytið er í höfuðstöðvunum í Reykjavík. Matur er aðkeyptur og kemur mismikið tilreiddur. Í höfuðstöðvum RARIK starfa um 60 manns. Vinnutíminn er virka daga frá 08:00-14:00.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð

  • Matseld
  • Umsjón með eldhúsi og ábyrgð á hreinlæti
  • Frágangur eftir mat

Hæfniskröfur

  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni
  • Gott vald á íslensku talmáli
  • Snyrtimennska, sjálfstæði og öguð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 28. janúar 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá. Nánari upplýsingar um starfið veitir Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is), í síma 511 1225 Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur:

28.01.2019

Auglýsing stofnuð:

11.01.2019

Staðsetning:

Dvergshöfði 2, 110 Reykjavík

Starfstegund:

Hlutastarf


Starfsgreinar
Veitingastörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi