Hönnun og áætlanagerð

RARIK ohf. Borgartún 1, 550 Sauðárkrókur


RARIK ohf. auglýsir eftir tæknimanni við hönnun, áætlanagerð og fleira á starfsstöð fyrirtækisins á Sauðárkróki eða Blönduósi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Hér er um fjölbreytt starf að ræða við dreifikerfi fyrirtækisins. Við hvetjum
bæði konur og karla til að sækja um.

Starfssvið:

 • Áætlanagerð
 • Hönnun dreifikerfa
 • Verkundirbúningur
 • Samskipti við viðskiptavini
 • Gagnaskráningar
 • Hæfniskröfur

Hæfniskröfur:

 • Rafmagnstæknifræði eða rafmagnsiðnfræði
 • Þekking og reynsla af háspennukerfum er kostur
 • Þekking á AutoCad er kostur
 • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Drifkraftur og sjálfstæð vinnubrögð
 • Góð almenn tölvukunnátta

Nánari upplýsingar veita Steingrímur Jónsson, deildarstjóri rekstrarsviðs á Norðurlandi og/eða starfsmannastjóri RARIK í síma 528 9000.

Umsóknarfrestur:

26.08.2019

Auglýsing stofnuð:

09.08.2019

Staðsetning:

Borgartún 1, 550 Sauðárkrókur

Starfstegund:

Fullt starf


Starfsgreinar
Sérfræðistörf

Starfsmerkingar
Deila starfi Senda póst Messenger

Vertu í sambandi